Hofland Setrið - Ljúffengar pizzur síðan 2007

Staðurinn er staðsettur í Breiðumörk 2b og er á hægri hönd eftir að keyrt er fram hjá Hótel Örk. Þegar inn er komið blasir við gamaldags stíll sem einkennir bar. Þó hægt sé að versla áfengi á staðnum þá er Hofland Setrið fjölskyldustaður en ekki bar.

Þú getur komið og sótt pizzuna þína eða fengið hana senda heim að dyrum

Á matseðlinum okkar má m.a. finna hamborgara, fisk, samlokur, steikur og svo að sjálfsögðu ómóstæðilegar pizzur sem við erum þekktust fyrir.

Á virkum dögum erum við með Ekta íslenskan heimilismat í hádeginu sem þú getur borðað hjá okkur eða tekið með þér. Þar má annars fá sér steiktan grísahnakk, lasagna og margt fleirra en þó breytilegt og fer það þá eftir degi eða viku.

Við bjóðum einnig upp á veisluþjónustu og getum tekið á móti allt að 60 gestum í einu. Þetta er t.d. mjög hentugt fyrir barnaafmæli eða eftir hóp hjólatúr í Reykjadalinn.

Heimilismatur á hlaðborði frá kl 12:00 til 13:30

Því miður þá er ekki búið að setja inn matseðilinn fyrir hlaðborðið þessa vikuna.